Gott að vita
Brúðkaupið
Brúðkaup Margrétar Júlíönu og Andrésar, laugardaginn 29. júní 2024.
Dagurinn hefst með athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson leiðir brúðhjónin saman og ættingjar og vinir sjá um tónlistina.
Að athöfn lokinni er boðið til veislu á Parliament hótelinu við Austurvöll og hefst hún með fordrykk á annari hæð hótelsins. Gengið er inn hægra megin við aðalinngang hótelsins sem snýr inn á Austurvöll en hótelið stendur ská á móti Alþingishúsinu og gamla herkastalanum, aðeins fáum metrum frá kirkjudyrum.
Að fordrykknum loknum færum við okkur yfir í aðalsal hótelsins, Sjálfsstæðissalinn, þar sem boðið verður upp á dögurð. Á staðnum er hátalakerfi og skjávarpi og hljóðmaður sem sér um tæknimál.
Veislu lýkur um eftirmiðdaginn en við tökum upp þráðinn klukkan átta þegar brúðhjónin taka á móti gestum á heimili sínu að Miklubraut 48. Þar verður sungið, dansað, skálað og skreytt.
Þess má geta, að salurinn þar sem við hefjum veisluna (blái salurinn) tilheyrði áður gamla Kvennaskólanum og honum til heiðurs er öll myndlistin á þeirri hæð hússins eftir konur. Þá munu eflaust margir kannast við sig í Sjálfstæðissalnum þar sem borðhaldið fer fram en um er að ræða endurbyggingu á gamla skemmti- og tónleikastaðnum Nasa sem var lokað fyrir nokkrum árum og það hús rifið en endurbyggður af nýjum eigendum.
Vakin er athygli á því að það tekur oft langan tíma að finna bílastæði við kirkjuna og má alveg gera ráð fyrir viðbótar ferðatíma í leit að stæði. Þá má líka benda á Bílastæðahús Ráðhúss Reykjavíkur í næstu götu.
Flytjendur tónlistar í athöfninni:
MiaoMiao Yu, píanó
Andrew Morgan, selló
Dominic Scott, píanó
Gunnar Hrafnsson, kontrabassi
Heiðrún Björt Sigurðadóttir söngur
Ása Fanney Gestsdóttir, söngur
Þorgerður Edda Jónsdóttir, söngur
Guðjón Geir Jónsson, söngur
Hrund Steingrímsdóttir, söngur
Hrafnkell Orri Sigurðsson, söngur
Katrín Ósk Einarsdóttir, söngur
Veislustjórar
Veislustjórar kvöldsins eru Linda Ásgeirsdóttir og Stefán Einar Stefánsson og geta gestir haft samband við þau annað hvort áður eða í veislunni ef þið eru að plana tónlistaratriði, ræður eða önnur skemmtiatriði í tilefni dagsins.
Linda Ásgeirsdóttir
asgeirslinda@gmail.com
861-9420
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
661-7111
Söngtextar
Sem lindin tær
Ó, hve gott á lítil lind,
leika frjáls um hlíð og dal,
líða áfram létt sem hind,
líta alltaf nýja mynd.
Hvísla ljóði að grænni grein,
glettast ögn við lítið blóm,
lauma kossi á kaldan stein,
kastast áfram tær og hrein.
Ég vildi að ég væri eins og þú
og vakað gæti bæði daga og nætur,
þá öllu skildi hveða óð um unað, ást og trú,
sem aldrei bregst en hugga lætur.
Já ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær
sem lög á sína undrastrengi slær.
(Lag / texti: erlent lag / Bjarki Árnason)
Í fjarlægð
Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur
og fagrar vonir tengdir líf mitt við,
minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar
er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á,
heyrirðu ei storminn kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina
sem aldrei gleymist meðan lífs ég er.